Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi 10. febrúar 2011 07:16 Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira