Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi 10. febrúar 2011 07:16 Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira