Handbolti

Löwen lagði meistara Hamburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur var líflegur á hliðarlínunni í kvöld eins og sjá má á þessari mynd.
Guðmundur var líflegur á hliðarlínunni í kvöld eins og sjá má á þessari mynd.
Það gengur hvorki né rekur hjá Þýskalandsmeisturum Hamburg undir stjórn Svíans Per Carlén. Í kvöld tapaði Hamburg gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar, 33-29.

Þetta er annað tap Hamburg í röð en lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Fuchse Berlin skelltu Hamburg á dögunum.

Íslenskir þjálfarar eru því að gera Carlén lífið leitt en Alfreð Gíslason og drengirnir hans í Kiel lögðu einnig Hamburg í meistaraleiknum fyrir tímabilið.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen í kvöld.

Þó svo tímabilið sé rétt hafið er þegar farið að hitna undir Carlén. Margir furðuðu sig á því að meistaraliðið skildi ráða Carlén á sínum tíma og nú virðist vera að koma í ljós að ráðningin hafi ekki verið góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×