Alcoa ætlar að endurmeta áform um álver við Húsavík 14. september 2011 18:24 Tómas Már segir að Alcoa muni endurmeta áform sín um álverið. Mynd/ Stefán. Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis. Alcoa segist frá upphafi hafa skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers fyrir Bakka og nýjustu fréttir bendi til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa muni Alcoa meta hvaða áhrif það hafi mögulega fjárfestingu á félagsins á Bakka. Yfirlýsingin í heild er svohljóðandi: Í viðtölum við iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í gær, sagði ráðherrann að hann teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvarðanir um uppbyggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra fjárfestingartækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka. Af þessu tilefni vill Alcoa á Íslandi taka fram: Við höfum frá upphafi skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og höfum varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Alcoa tekur ekki einhliða ákvörðun um hvort álver verður reist á Bakka eða ekki. Hér er um að ræða stórt verkefni og umfangsmikla fjárfestingu, sem aðeins getur orðið að veruleika með góðri samvinnu Alcoa, íslenskra stjórnvalda, viðkomandi sveitarfélaga og orkufyrirtækja, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í verkefni sem þessu. Við höfum bent á það frá byrjun að þróun verkefnisins réðist af því hvort næg orka verði tiltæk á svæðinu á samkeppnishæfu verði , ásamt því hvenær afhending hennar gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafa undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers, fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka og nýjustu fréttir benda til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa munum við meta hvaða áhrif það hefur á Alcoa og mögulega fjárfestingu á Bakka. Reykjavík 14. september 2011. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis. Alcoa segist frá upphafi hafa skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers fyrir Bakka og nýjustu fréttir bendi til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa muni Alcoa meta hvaða áhrif það hafi mögulega fjárfestingu á félagsins á Bakka. Yfirlýsingin í heild er svohljóðandi: Í viðtölum við iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í gær, sagði ráðherrann að hann teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvarðanir um uppbyggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra fjárfestingartækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka. Af þessu tilefni vill Alcoa á Íslandi taka fram: Við höfum frá upphafi skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og höfum varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Alcoa tekur ekki einhliða ákvörðun um hvort álver verður reist á Bakka eða ekki. Hér er um að ræða stórt verkefni og umfangsmikla fjárfestingu, sem aðeins getur orðið að veruleika með góðri samvinnu Alcoa, íslenskra stjórnvalda, viðkomandi sveitarfélaga og orkufyrirtækja, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í verkefni sem þessu. Við höfum bent á það frá byrjun að þróun verkefnisins réðist af því hvort næg orka verði tiltæk á svæðinu á samkeppnishæfu verði , ásamt því hvenær afhending hennar gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafa undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers, fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka og nýjustu fréttir benda til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa munum við meta hvaða áhrif það hefur á Alcoa og mögulega fjárfestingu á Bakka. Reykjavík 14. september 2011. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35