Handbolti

HM-hópurinn klár: Sveinbjörn og Sturla detta út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var örugglega ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn.
Það var örugglega ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn. Mynd/Anton
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti leikmönnum það á æfingu nú rétt áðan hvaða sautján leikmenn fá að fara með á HM í handbolta í Svíþjóð.

Guðmundur var búinn að velja 19 manna landsliðshóp sem er búinn að vera við æfingar síðan 3. janúar síðastliðinn. Leikmennirnir sem duttu út á síðustu stundu voru markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson og hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson.

Íslenska landsliðið vann tvo glæsilega fjögurra marka sigra á Þjóðverjum um helgina þar sem allir fengu að spila nema þriðji markvörður hópsins, Sveinbjörn Pétursson.

Fyrsti leikur liðsins á HM verður á móti Ungverjum á föstudaginn en liðið spilar síðan í framhaldinu við Brasilíu Japan, Austurríki og Noreg.

HM-hópur Íslands 2011:

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten

Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten

Vinstri hornamenn:

Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen

Oddur Gretarsson, Akureyri

Vinstri skyttur:

Arnór Atlason, AG Kaupmannahöfn

Sigurbergur Sveinsson, Rheinland

Leikstjórnendur:

Aron Pálmarsson, Kiel

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Kaupmannahöfn

Hægri skyttur:

Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen

Alexander Petersson, Fücshe Berlin

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Hægri hornamenn:

Þórir Ólafsson, Lübbecke

Línumenn:

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar

Varnarmenn:

Ingimundur Ingimundarson, AaB Álaborg

Sverre Jakobsson, Groswallstadt

Leikmenn sem duttu út úr landsliðshópnum:

Sveinbjörn Pétursson, Akureyri

Sturla Ásgeirsson, Val



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×