Kvennalið Fram mætir ungverska liðinu Alcoa FCK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og HK mætir franska liðinu Fleury Loiret Handball í Áskorandakeppni Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í morgun.
Bikarmeistarar Fram sitja hjá í fyrstu umferð en koma inn í 32-liða úrslit keppninnar. Liðið leikur fyrri leikinn gegn Alcoa FCK í Safamýri helgina 3. og 4. september. Síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi viku síðar.
HK kemur inn í 16-liða úrslit Áskorendakeppninnar og mætir franska liðinu Floeury Loiret Handball. Fyrri leikurinn fer fram í Kópavogi 5. eða 6. nóvember og síðari leikurinn í Frakklandi viku síðar.
Fram til Ungverjalands - HK mætir frönsku liði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn




Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti