Tölvurisinn Apple hefur gefið út uppfærslu fyrir iOS 5. Stýrikerfið er það nýjasta sem Apple framleiddi fyrir iPhone 4S og iPad spjaldtölvuna.
Notendur nýjasta iPhone snjallsímans hafa kvartað yfir stuttum líftíma rafhlöðunnar í símanum. Í ljós kom að vandamálið væri í stýrikerfinu.
Stuttu eftir að notendur lýstu yfir óánægju sinni hóf Apple rannsókn á málinu.
Í dag gaf svo fyrirtækið út uppfærsluna iOS 5.0.1 en hún á að taka á rafhlöðu vandamálinu.
Apple gefur út uppfærslu fyrir iOS 5
