Horft er til þess að eigendur skuldabréfa Gríska ríkisins þurfi að afskrifa allt að helming af þeim svo að Grikkland geti staðið undir skuldum sínum. Óvíst er að hvort samstaða næst um þetta meðal evruríkja og kröfuhafa Grikklands. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.
Ráðherrar og embættismenn ríkja á evrusvæðinu funda nú í Brussell til þess að freista þess að ná saman um aðgerðaáætlun sem minnkar skaðann af miklum ríkisskuldum og veikburða fjármálastofnunum. Ekkert er fast í hendi ennþá, samkvæmt frásögnum erlendra fréttamiðla.
Fjármálaráðherra Grikklands, Evangelos Venizelos, sagði í viðtali við fréttamenn eftir hádegi í dag að vinna við nýja aðgerðaráætlun fyrir landið væri komin vel á veg, samkvæmt frásögn Wall Street Journal.
Afskrifa þarf helming af skuldum Grikklands

Mest lesið

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent


Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent
