Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru 11. ágúst 2011 10:27 Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira