Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru 11. ágúst 2011 10:27 Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira