Guðmundur gerir ekki ráð fyrir því að Ólafur verði með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2011 06:30 Landsliðið verður væntanlega án Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu. Það fyrsta stórmótið sem Ólafur missir af síðan árið 1993. Fréttablaðið/Valli Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin. „Ég held þessu opnu. Ég er auðvitað búinn að ræða málið við Ólaf og niðurstaðan úr því spjalli var sú að ég fengi að hafa hann í þessum 28 manna hópi sem síðan er gjaldgengur fyrir landsliðið á EM. Við munum láta á þetta reyna og svo sjáum við hvað setur. Maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Guðmundur en mun hann setja mikla pressu á Ólaf að vera með? „Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun leyfa honum að taka ákvörðun þegar upp er staðið. Ég veit alveg að hverju ég geng með Ólaf og ég á ekki von á því að hann verði með okkur í Serbíu." Ólafur lék gegn Kiel í Meistaradeildinni um helgina og stóð sig vel. Kom nokkuð á óvart að hann skyldi þess utan spila allan leikinn. „Hann spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Átti stórkostlegar sendingar en skotin gengu kannski ekki alveg. Mér fannst hann einnig standa vaktina í vörninni vel." Ólafur sagði við Fréttablaðið um daginn að það væri skynsamlegra að byggja sig upp núna og koma sterkari inn í undankeppni Ólympíuleikanna síðar á árinu. Eru menn farnir að hugsa of langt fram í tímann? „Það má ekki gleyma því að öll mót eru mikilvæg og hjálpa liðinu við að spila sig saman. Ég vil ekki líta á þessa keppni sem eitthvað grín. Við verðum að taka mótið alvarlega og fá sem mest út úr því. Við þurfum að spila okkur saman og verða klárir í undankeppni Ólympíuleikanna eins vel og við getum. Ég legg mikla áherslu á það að þeir sem geta spilað á EM geri það af fullum krafti og við reynum að ná eins góðum árangri þar og við getum," segir Guðmundur. „Þetta er eitt sterkasta handboltamót heims og við viljum standa okkur vel. Um leið erum við að byggja okkur upp til framtíðar." Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin. „Ég held þessu opnu. Ég er auðvitað búinn að ræða málið við Ólaf og niðurstaðan úr því spjalli var sú að ég fengi að hafa hann í þessum 28 manna hópi sem síðan er gjaldgengur fyrir landsliðið á EM. Við munum láta á þetta reyna og svo sjáum við hvað setur. Maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Guðmundur en mun hann setja mikla pressu á Ólaf að vera með? „Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun leyfa honum að taka ákvörðun þegar upp er staðið. Ég veit alveg að hverju ég geng með Ólaf og ég á ekki von á því að hann verði með okkur í Serbíu." Ólafur lék gegn Kiel í Meistaradeildinni um helgina og stóð sig vel. Kom nokkuð á óvart að hann skyldi þess utan spila allan leikinn. „Hann spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Átti stórkostlegar sendingar en skotin gengu kannski ekki alveg. Mér fannst hann einnig standa vaktina í vörninni vel." Ólafur sagði við Fréttablaðið um daginn að það væri skynsamlegra að byggja sig upp núna og koma sterkari inn í undankeppni Ólympíuleikanna síðar á árinu. Eru menn farnir að hugsa of langt fram í tímann? „Það má ekki gleyma því að öll mót eru mikilvæg og hjálpa liðinu við að spila sig saman. Ég vil ekki líta á þessa keppni sem eitthvað grín. Við verðum að taka mótið alvarlega og fá sem mest út úr því. Við þurfum að spila okkur saman og verða klárir í undankeppni Ólympíuleikanna eins vel og við getum. Ég legg mikla áherslu á það að þeir sem geta spilað á EM geri það af fullum krafti og við reynum að ná eins góðum árangri þar og við getum," segir Guðmundur. „Þetta er eitt sterkasta handboltamót heims og við viljum standa okkur vel. Um leið erum við að byggja okkur upp til framtíðar."
Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn