Guðmundur gerir ekki ráð fyrir því að Ólafur verði með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2011 06:30 Landsliðið verður væntanlega án Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu. Það fyrsta stórmótið sem Ólafur missir af síðan árið 1993. Fréttablaðið/Valli Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin. „Ég held þessu opnu. Ég er auðvitað búinn að ræða málið við Ólaf og niðurstaðan úr því spjalli var sú að ég fengi að hafa hann í þessum 28 manna hópi sem síðan er gjaldgengur fyrir landsliðið á EM. Við munum láta á þetta reyna og svo sjáum við hvað setur. Maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Guðmundur en mun hann setja mikla pressu á Ólaf að vera með? „Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun leyfa honum að taka ákvörðun þegar upp er staðið. Ég veit alveg að hverju ég geng með Ólaf og ég á ekki von á því að hann verði með okkur í Serbíu." Ólafur lék gegn Kiel í Meistaradeildinni um helgina og stóð sig vel. Kom nokkuð á óvart að hann skyldi þess utan spila allan leikinn. „Hann spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Átti stórkostlegar sendingar en skotin gengu kannski ekki alveg. Mér fannst hann einnig standa vaktina í vörninni vel." Ólafur sagði við Fréttablaðið um daginn að það væri skynsamlegra að byggja sig upp núna og koma sterkari inn í undankeppni Ólympíuleikanna síðar á árinu. Eru menn farnir að hugsa of langt fram í tímann? „Það má ekki gleyma því að öll mót eru mikilvæg og hjálpa liðinu við að spila sig saman. Ég vil ekki líta á þessa keppni sem eitthvað grín. Við verðum að taka mótið alvarlega og fá sem mest út úr því. Við þurfum að spila okkur saman og verða klárir í undankeppni Ólympíuleikanna eins vel og við getum. Ég legg mikla áherslu á það að þeir sem geta spilað á EM geri það af fullum krafti og við reynum að ná eins góðum árangri þar og við getum," segir Guðmundur. „Þetta er eitt sterkasta handboltamót heims og við viljum standa okkur vel. Um leið erum við að byggja okkur upp til framtíðar." Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin. „Ég held þessu opnu. Ég er auðvitað búinn að ræða málið við Ólaf og niðurstaðan úr því spjalli var sú að ég fengi að hafa hann í þessum 28 manna hópi sem síðan er gjaldgengur fyrir landsliðið á EM. Við munum láta á þetta reyna og svo sjáum við hvað setur. Maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Guðmundur en mun hann setja mikla pressu á Ólaf að vera með? „Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun leyfa honum að taka ákvörðun þegar upp er staðið. Ég veit alveg að hverju ég geng með Ólaf og ég á ekki von á því að hann verði með okkur í Serbíu." Ólafur lék gegn Kiel í Meistaradeildinni um helgina og stóð sig vel. Kom nokkuð á óvart að hann skyldi þess utan spila allan leikinn. „Hann spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Átti stórkostlegar sendingar en skotin gengu kannski ekki alveg. Mér fannst hann einnig standa vaktina í vörninni vel." Ólafur sagði við Fréttablaðið um daginn að það væri skynsamlegra að byggja sig upp núna og koma sterkari inn í undankeppni Ólympíuleikanna síðar á árinu. Eru menn farnir að hugsa of langt fram í tímann? „Það má ekki gleyma því að öll mót eru mikilvæg og hjálpa liðinu við að spila sig saman. Ég vil ekki líta á þessa keppni sem eitthvað grín. Við verðum að taka mótið alvarlega og fá sem mest út úr því. Við þurfum að spila okkur saman og verða klárir í undankeppni Ólympíuleikanna eins vel og við getum. Ég legg mikla áherslu á það að þeir sem geta spilað á EM geri það af fullum krafti og við reynum að ná eins góðum árangri þar og við getum," segir Guðmundur. „Þetta er eitt sterkasta handboltamót heims og við viljum standa okkur vel. Um leið erum við að byggja okkur upp til framtíðar."
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira