Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna eftir 30-26 sigur á ÍBV í Framhúsinu í gærkvöldi en þær eru með tveggja stiga forystu á Val og HK. Valsliðið á tvo leiki inni á Fram en HK einn.
Þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð en liðið hefur unnið alla leiki sína síðan að liðið tapaði óvænt á móti HK í fyrstu umferðinni.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fram og ÍBV í Framhúsinu í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
