Norðmenn ætla að bjóðast til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 55 milljarða norskra króna, eða því sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna, á næstunni. Evrópusambandið hefur jafnframt beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að leysa skuldakreppuna á evrusvæðinu.
„Það þjónar hagsmunum okkar að bjóða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lán. Við gerum þetta, ekki bara til þess að auka stöðugleikann í alþjóðahagkerfinu, heldur líka til þess að tryggja okkar eigið hagkerfi," er haft eftir Stoltenberg á vef Aftenposten. Hann tekur fram að ekki sé um gjöf að ræða.
Stoltenberg segir jafnframt að það sé ekki spurning um hvort Norðmenn muni finna fyrir kreppunni í Evrópu, heldur hvernig.
Norðmenn vilja lána AGS 1100 milljarða króna
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent