Apple vinnur að þróun raddstýrðs sjónvarps 21. desember 2011 13:54 mynd/AFP Tæknirisinn Apple þróar nú nýja tegund sjónvarps sem knúið er af sömu tækni og aðstoðarforritið Siri. Samkvæmt The Wall Street Journal hafa hátt settir stjórnendur Apple fundað með sjónvarpsframleiðendum síðustu vikur. Sjónvarpinu verður alfarið stjórnað með röddinni en einnig verður hægt að stjórna því í gegnum snertiskjá. Talið er að verkfræðingar Apple hafi unnið að frumgerð sjónvarpsins síðan í september. Frumgerðin er byggð á teikningum Steve Jobs, fyrrverandi stjórnarformanns Apple, en hann lést í október á þessu ári. Í ævisögu Jobs kemur fram að hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að bæta sjónvarpsupplifun neytenda. Hann hafi loks áttað sig á því að raddstjórnun væri framtíð í sjónvarpsiðnaðarins. Jobs var afar hrifinn af þeirri hugmynd að hægt væri horfa á sjónvarp og tala við það um leið. Einn af helstu verkfræðingum Apple, Jeff Robbin, stjórnar hönnunarferli sjónvarpsins. Robbin er kunnugur stórum verkefnum en hann stóð baki hönnun iPod-spilarans og vefverslunarinnar iTunes. Talið er að Apple muni kynna sjónvarpið á næsta ári og það verði komið í almenna sölu á fyrstu mánuðum ársins 2013. Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Apple þróar nú nýja tegund sjónvarps sem knúið er af sömu tækni og aðstoðarforritið Siri. Samkvæmt The Wall Street Journal hafa hátt settir stjórnendur Apple fundað með sjónvarpsframleiðendum síðustu vikur. Sjónvarpinu verður alfarið stjórnað með röddinni en einnig verður hægt að stjórna því í gegnum snertiskjá. Talið er að verkfræðingar Apple hafi unnið að frumgerð sjónvarpsins síðan í september. Frumgerðin er byggð á teikningum Steve Jobs, fyrrverandi stjórnarformanns Apple, en hann lést í október á þessu ári. Í ævisögu Jobs kemur fram að hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að bæta sjónvarpsupplifun neytenda. Hann hafi loks áttað sig á því að raddstjórnun væri framtíð í sjónvarpsiðnaðarins. Jobs var afar hrifinn af þeirri hugmynd að hægt væri horfa á sjónvarp og tala við það um leið. Einn af helstu verkfræðingum Apple, Jeff Robbin, stjórnar hönnunarferli sjónvarpsins. Robbin er kunnugur stórum verkefnum en hann stóð baki hönnun iPod-spilarans og vefverslunarinnar iTunes. Talið er að Apple muni kynna sjónvarpið á næsta ári og það verði komið í almenna sölu á fyrstu mánuðum ársins 2013.
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira