Á elleftu stundu Stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík skrifar 4. janúar 2011 06:00 Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins höfum við orðið vitni að ólíkum málum þar sem valdamenn, fyrirtæki og stofnanir hafa verið afhjúpuð á mismunandi hátt. Þessar afhjúpanir eru vissulega mikilvægar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er og ekki eru öll kurl komin til grafar. Það er morgunljóst að meinsemdir liggja víða í innri gerð þjóðfélagsins. Þöggun og skoðanakúgun eru meðal þessara innri meina. Þær hafa því miður verið viðtekin hefð í íslensku samfélagi um langa tíð og fæstir kippa sér upp við dynti og innantómar afsakanir þeirra aðila sem beita slíkum brögðum. Þeim sem með valdið fara er hægur vandi að beita fyrir sig fjölmiðlum og öðrum stoðkerfum ráðandi afla til að stýra umræðunni sér í hag. Þeir sem hefja upp raust sína eru allt eins sakaðir um persónuleikabresti, vænisýki og jafnvel geðveiki. Slík valdníðsla virðist svo rótgróin á Íslandi að þeir sem henni beita eru oft á tíðum fullkomlega ómeðvitaðir um gjörðir sínar. Nýlega var sýning með verkum mikilsmetins myndlistamanns sem opna átti í Hallgrímskirkju slegin af tveimur dögum fyrir opnun hennar. Aðilar kirkjunnar höfðu samt sem áður samþykkt sýninguna, búið var að vinna um hana ítarefni í samráði og samstarfi við fagaðila bæði fyrir prent og útvarp. Sýningin bar nafnið Líkamshlutar í trúarbrögðum. Verkin sem listamaðurinn hafði unnið að í marga mánuði voru sérlega unnin fyrir innra rými kirkjunnar. Hann hóf upphengi verkanna á tilsettum tíma og hengdi þá um leið upp auglýsingu um opnun hennar. Auglýsingin, sem sýndi teikningar af mismunandi líkamshlutum var hins vegar strax tekin niður og bæði sýningarstjóranum og listamanninum umsvifalaust tilkynnt að sýningunni væri aflýst um óákveðinn tíma. Listamaðurinn var síðan beðinn um að fjarlægja verkin án frekari umræðu. Þeir aðilar innan kirkjunnar sem ábyrgð bera á þessu menningarstarfi hafa enn ekki komið sér saman um ástæðu fyrir þessari "frestun". Þeir hafa meðal annars borið fyrir sig tímaskorti en hafa einnig gefið í skyn að raunveruleg ástæða sé fyrrnefnd auglýsing. Það liggur í augum uppi að með þessum gjörningi sýnir kirkjan takmarkalaust virðingarleysi gagnvart starfi myndlistarmannsins og virðist hvorki treysta dómgreind hans né sýningarstjórans.Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessum vetri sem sýning er blásin af á elleftu stundu. Hin sýningin, í Listasafni Árnesinga, átti að fjalla um þjóðlegt myndmál, birtingarmyndir og tákngervinga góðæris og hruns var slegin af á svipuðum forsendum. Bæði þessi mál snúast um ritskoðun og varða grundvallarþætti lýðræðisins. Staðreyndin er hins vegar sú að hagsmunafélög listamanna hafa ekki tekið afstöðu með listamönnum heldur með óbreyttu ástandi. Aðrir aðilar, mennta- og menningarstofnanir hafa heldur ekki hvatt sér hljóðs, svo ekki sé minnst á fjölmiðla. Sá grunur læðist að úr ýmsum áttum að fólksfæðin og persónulegt návígi geri það að verkum að málefnalegar og faglegar umræður nái ekki upp á yfirborðið. Þær koðna jafnóðum niður og eftir ríkir sinnuleysið eitt.Það er mikilvægt að horfast í augu við staðreyndir nú við upphaf nýs árs. Ef við viljum vera upplýst og hugrökk menningarþjóð í heilbrigðu og ólgandi umhverfi er skylda okkar að bregðast við og afhjúpa þöggun og ritskoðun í hvers kyns birtingarmyndum. Ef við samþykkjum slíkt dulbúið ofbeldi orðalaust þá höldum við áfram að grafa undan stoðum samfélagsins og úr verður fábreyttari og litlausari tilvera. Það er einlæg von okkar að þessi orð vekji og hvetji til frekari umræðna og aðgerða. Við skorum á listamenn, fræðimenn og alla sem málið varða að taka afstöðu fyrir opnum tjöldum.Stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík Karlotta Blöndal formaður Sara Björnsdóttir Haraldur Jónsson Ásmundur Ásmundsson Helgi Þórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. 4. janúar 2011 06:00 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar íslenska efnahagshrunsins höfum við orðið vitni að ólíkum málum þar sem valdamenn, fyrirtæki og stofnanir hafa verið afhjúpuð á mismunandi hátt. Þessar afhjúpanir eru vissulega mikilvægar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er og ekki eru öll kurl komin til grafar. Það er morgunljóst að meinsemdir liggja víða í innri gerð þjóðfélagsins. Þöggun og skoðanakúgun eru meðal þessara innri meina. Þær hafa því miður verið viðtekin hefð í íslensku samfélagi um langa tíð og fæstir kippa sér upp við dynti og innantómar afsakanir þeirra aðila sem beita slíkum brögðum. Þeim sem með valdið fara er hægur vandi að beita fyrir sig fjölmiðlum og öðrum stoðkerfum ráðandi afla til að stýra umræðunni sér í hag. Þeir sem hefja upp raust sína eru allt eins sakaðir um persónuleikabresti, vænisýki og jafnvel geðveiki. Slík valdníðsla virðist svo rótgróin á Íslandi að þeir sem henni beita eru oft á tíðum fullkomlega ómeðvitaðir um gjörðir sínar. Nýlega var sýning með verkum mikilsmetins myndlistamanns sem opna átti í Hallgrímskirkju slegin af tveimur dögum fyrir opnun hennar. Aðilar kirkjunnar höfðu samt sem áður samþykkt sýninguna, búið var að vinna um hana ítarefni í samráði og samstarfi við fagaðila bæði fyrir prent og útvarp. Sýningin bar nafnið Líkamshlutar í trúarbrögðum. Verkin sem listamaðurinn hafði unnið að í marga mánuði voru sérlega unnin fyrir innra rými kirkjunnar. Hann hóf upphengi verkanna á tilsettum tíma og hengdi þá um leið upp auglýsingu um opnun hennar. Auglýsingin, sem sýndi teikningar af mismunandi líkamshlutum var hins vegar strax tekin niður og bæði sýningarstjóranum og listamanninum umsvifalaust tilkynnt að sýningunni væri aflýst um óákveðinn tíma. Listamaðurinn var síðan beðinn um að fjarlægja verkin án frekari umræðu. Þeir aðilar innan kirkjunnar sem ábyrgð bera á þessu menningarstarfi hafa enn ekki komið sér saman um ástæðu fyrir þessari "frestun". Þeir hafa meðal annars borið fyrir sig tímaskorti en hafa einnig gefið í skyn að raunveruleg ástæða sé fyrrnefnd auglýsing. Það liggur í augum uppi að með þessum gjörningi sýnir kirkjan takmarkalaust virðingarleysi gagnvart starfi myndlistarmannsins og virðist hvorki treysta dómgreind hans né sýningarstjórans.Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessum vetri sem sýning er blásin af á elleftu stundu. Hin sýningin, í Listasafni Árnesinga, átti að fjalla um þjóðlegt myndmál, birtingarmyndir og tákngervinga góðæris og hruns var slegin af á svipuðum forsendum. Bæði þessi mál snúast um ritskoðun og varða grundvallarþætti lýðræðisins. Staðreyndin er hins vegar sú að hagsmunafélög listamanna hafa ekki tekið afstöðu með listamönnum heldur með óbreyttu ástandi. Aðrir aðilar, mennta- og menningarstofnanir hafa heldur ekki hvatt sér hljóðs, svo ekki sé minnst á fjölmiðla. Sá grunur læðist að úr ýmsum áttum að fólksfæðin og persónulegt návígi geri það að verkum að málefnalegar og faglegar umræður nái ekki upp á yfirborðið. Þær koðna jafnóðum niður og eftir ríkir sinnuleysið eitt.Það er mikilvægt að horfast í augu við staðreyndir nú við upphaf nýs árs. Ef við viljum vera upplýst og hugrökk menningarþjóð í heilbrigðu og ólgandi umhverfi er skylda okkar að bregðast við og afhjúpa þöggun og ritskoðun í hvers kyns birtingarmyndum. Ef við samþykkjum slíkt dulbúið ofbeldi orðalaust þá höldum við áfram að grafa undan stoðum samfélagsins og úr verður fábreyttari og litlausari tilvera. Það er einlæg von okkar að þessi orð vekji og hvetji til frekari umræðna og aðgerða. Við skorum á listamenn, fræðimenn og alla sem málið varða að taka afstöðu fyrir opnum tjöldum.Stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík Karlotta Blöndal formaður Sara Björnsdóttir Haraldur Jónsson Ásmundur Ásmundsson Helgi Þórsson
Hallgrímskirkja sögð ritskoða listsýningu Stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur segir í grein í Fréttablaðinu í dag að valdamenn, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi beiti þöggun og skoðanakúgun. Dæmi sé að sýning Hannesar Lárussonar sem opna átti í Hallgrímskirkju í desember hafi verið slegin af á síðustu stundu. 4. janúar 2011 06:00
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun