Gagnaverin farin að láta vita af sér á ný Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 16. febrúar 2011 11:00 Kippur komst í viðræður við þá sem vilja reisa hér gagnaver eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar á skattareglum fyrir jól, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Farice. Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann. „Þetta frumvarp um breytingu á virðisaukaskattslögum sem samþykkt var fyrir jól réði úrslitum um það hvort þessi iðnaður fer af stað hér eða ekki," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, sem rekur sæstrenginga tvo, Farice og Danice. „Ef það hefði ekki gerst hefðu þeir aðilar bara pakkað saman sem eitthvað voru að skoða hér." Guðmundur segir að allir þeir sem viðrað hafi áhuga á því að reisa hér gagnaver hafi beðið svo mánuðum skipti eftir niðurstöðum frumvarps um starfsumhverfi þeirra hér í fyrra. Þegar það náði í gegn hafi komið kippur í málið. Töluverður áhugi var hér fyrir um þremur til fjórum árum á byggingu gagnavera og talið að það myndi valda sprengingu í eftirspurn eftir fólki með hátæknimenntun. Fyrstu niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar um mitt ár 2007 og voru þær einkar jákvæðar. Í kjölfarið lýstu erlendir hátæknirisar á borð við Yahoo, Microsoft og Google yfir áhuga á að reisa hér gagnaver og var stefnt á að þau myndu rísa á næstu tveimur til þremur árum. Síðan þetta var hefur lítið þokast. Eina gagnaverið sem risið hefur til þessa er á vegum Thor Data Center í Hafnarfirði auk þess sem vinna stendur yfir við byggingu vers Verne Holding á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor Data Center, tók í samtali við Fréttablaðið á dögunum í svipaðan streng og framkvæmdastjóri Farice; áhugi á vistun gagna hér hafi aukist mikið eftir að frumvarpið hafi komist í gegn. Tækifæri séu fyrir hendi fyrir gagnaver hér enda farið að þrengja um þau í öðrum löndum. Helsti þröskuldurinn á sínum tíma sem talinn var geta staðið í vegi fyrir uppbyggingu gagnavera var ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Guðmundur hjá Farice segir öryggið hafa batnað stórum frá því þetta var. Sæstrengirnir eru nú orðnir tveir auk þess sem fyrirtækið hafi síðastliðin tvö ár einnig haft aðgang að Greenland Connect, sæstreng Tele Greenland sem liggur á milli Íslands, Grænlands og Kanada og kemur á land í Landeyjum eins og Danice-strengurinn. Detti niður tenging á einum streng taki annar við. „Ísland er nú mjög vel tengt við umheiminn og getur þjónað ýmiss konar starfsemi," segir hann. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann. „Þetta frumvarp um breytingu á virðisaukaskattslögum sem samþykkt var fyrir jól réði úrslitum um það hvort þessi iðnaður fer af stað hér eða ekki," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, sem rekur sæstrenginga tvo, Farice og Danice. „Ef það hefði ekki gerst hefðu þeir aðilar bara pakkað saman sem eitthvað voru að skoða hér." Guðmundur segir að allir þeir sem viðrað hafi áhuga á því að reisa hér gagnaver hafi beðið svo mánuðum skipti eftir niðurstöðum frumvarps um starfsumhverfi þeirra hér í fyrra. Þegar það náði í gegn hafi komið kippur í málið. Töluverður áhugi var hér fyrir um þremur til fjórum árum á byggingu gagnavera og talið að það myndi valda sprengingu í eftirspurn eftir fólki með hátæknimenntun. Fyrstu niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar um mitt ár 2007 og voru þær einkar jákvæðar. Í kjölfarið lýstu erlendir hátæknirisar á borð við Yahoo, Microsoft og Google yfir áhuga á að reisa hér gagnaver og var stefnt á að þau myndu rísa á næstu tveimur til þremur árum. Síðan þetta var hefur lítið þokast. Eina gagnaverið sem risið hefur til þessa er á vegum Thor Data Center í Hafnarfirði auk þess sem vinna stendur yfir við byggingu vers Verne Holding á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor Data Center, tók í samtali við Fréttablaðið á dögunum í svipaðan streng og framkvæmdastjóri Farice; áhugi á vistun gagna hér hafi aukist mikið eftir að frumvarpið hafi komist í gegn. Tækifæri séu fyrir hendi fyrir gagnaver hér enda farið að þrengja um þau í öðrum löndum. Helsti þröskuldurinn á sínum tíma sem talinn var geta staðið í vegi fyrir uppbyggingu gagnavera var ótryggt netsamband Íslands við umheiminn. Guðmundur hjá Farice segir öryggið hafa batnað stórum frá því þetta var. Sæstrengirnir eru nú orðnir tveir auk þess sem fyrirtækið hafi síðastliðin tvö ár einnig haft aðgang að Greenland Connect, sæstreng Tele Greenland sem liggur á milli Íslands, Grænlands og Kanada og kemur á land í Landeyjum eins og Danice-strengurinn. Detti niður tenging á einum streng taki annar við. „Ísland er nú mjög vel tengt við umheiminn og getur þjónað ýmiss konar starfsemi," segir hann.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira