Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum 10. ágúst 2011 10:36 Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira