Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 11:31 Sigurgeir Árni og Ólafur Guðmunds fagna marki í leik gegn Fram á síðasta tímabili Mynd/Anton Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. „Það stefnir allt í það. Það er ekki búið að skrifa undir en þetta er líklega allt að klárast. Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er smá ævintýri sem við fjölskyldan ákváðum að fara í með börnin og hafa gaman. Gott að nýta handboltann svona á síðustu metrunum,“ sagði Sigurgeir í spjalli við Vísi. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu sterk næstefsta deildin í Noregi er. Þetta er engin svaka deild en það er metnaður í félaginu. Félagið fór beint upp í fyrra og ætlar sér stærri hluti,“ segir Sigurgeir Árni. Sigurgeir Árni var lykilmaður í liði FH sem varð Íslandsmeistari í vor. Hann þykir harður í horn að taka í varnarleiknum. „Ég kem til þess að loka varnarleiknum. Þá þurfum við að skora færri mörk til þess að vinna leiki,“ segir Sigurgeir Árni í léttum tón. Sigurgeir Árni reiknar með því að vinna eitthvað með handboltanum enda sé hann ekki að fara utan peninganna vegna. Þetta sé aðallega aðlaðandi fyrir fjölskylduna og börnin. Allt útlit er fyrir að Íslandsmeistaralið FH mæti vængbrotið til leiks í haust. Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur og þá hefur Ásbjörn Friðriksson verið að reyna fyrir sér í Noregi. „Óli er auðvitað farinn og það stefnir allt í að ég sé að fara. Svo er ekki alveg ljóst hver staðan er með Ása. En það er nú bara þannig í þessum handbolta að það kemur maður í mann stað. Aðrir fá sviðið og fá að blómstra,“ sagði Sigurgeir Árni. „Sérstaklega er eðlilegt að þessir ungu strákar séu að reyna fyrir sér enda eiga þeir þvílíka framtíð fyrir sér. Þetta kom meira óvænt upp hjá mér. Smá ævintýraþrá að prófa þetta.“ Sigurgeir reiknar með því að fara utan í byrjun ágústmánaðar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni