Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum 8. nóvember 2011 22:00 Barack Obama er valdamesti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára. Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira