Hagnaður Microsoft tölvufyrirtækisins jókst umtalsvert á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu nam 5,74 milljörðum dala, sem nemur um 666 milljörðum króna, nú en var 5,41 milljarður dala á sama tímabili í fyrra. Ástæða tekjuaukningarinnar má rekja til þess að sala á Office hefur aukist og einnig hefur sala Windows aukist lítillega. Tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 17,4 milljörðum dala. Það eru um 1900 milljarðar íslenskra króna.
Hagnaður Microsoft jókst
