Ný stjórnskipan og hvað svo? Auðun Daníelsson skrifar 15. nóvember 2011 11:00 Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð sendi frá sér frumvarp til stjórnskipunarlaga nýverið og í kjölfarið hefur skapast umræða um breytingar á stöðu forseta lýðveldins, þá hvort að um valdameiri forseta sé að ræða eða ekki. Þetta er í raun spurning um túlkun en hver hefur vald til að túlka stjórnarskrána í reynd? Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma eru þeir sem hafa mótað túlkun á núverandi stjórnarskrá og framkvæmd hennar. Samkvæmt frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga er þessu fyrirkomulagi ekki breytt. Vert er að velta því fyrir sér með nýrri stjórnskipan hvort valdhöfum eigi sjálfum að vera frjálst að túlka verksvið og mörk valds síns samkvæmt nýrri stjórnarskrá? Franski stjórnspekingurinn Montesquieu taldi að valdhöfum hætti til að misnota vald sitt og að vald þeirra yrði ekki takmarkað nema með valdi. Kenning hans gekk út á þrískiptingu ríkisvaldsins, það er löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Hver valdhafi ætti að tempra vald annars. Þar af leiðandi er það hluti dómstóla í slíkri valdtemprun að hafa eftirlit með að löggjafar- og framkvæmdarvaldið fari í hvívetna eftir fyrirmælum stjórnarskrár. Gallinn er sá að dómstólum er ekki alltaf fært að sinna þessari eftirlitsskyldu sinni. Eðli málsins samkvæmt hafa dómstólar ekki heimild til að taka mál upp að eigin frumkvæði en ákvarðanir stjórnvalda eru stundum þess eðlis að enginn er þess bær að höfða dómsmál. Að mínum dómi þyrfti að vera virkara eftirlit með nýrri stjórnarskrá og tryggja að rétt væri farið með hina nýju stjórnskipan. Slíkur eftirlitsaðili þyrfti því að hafa úrskurðarvald um hvort fyrirhuguð lagasetning væri samrýmanleg stjórnarskránni og hvort ákvarðanir handhafa framkvæmdarvaldsins væru í samræmi við stjórnarskrá. Eins þyrfti hann að geta verið ráðgefandi fyrir stjórnvöld, sem gætu óskað álits varðandi lögmæti tilvonandi athafna. Hver gæti farið með þetta vald svo almenn sátt yrði? Ég tel að hugsanleg lausn á þessu væri að koma hér á millidómstigi, það er að hér á landi yrðu þrjú dómstig í stað tveggja. Með því myndi vinnuálag hjá Hæstarétti fara minnkandi og þá væri hægt í leiðinni að auka eftirlitshlutverk Hæstaréttar með stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði þá heimild til að setja saman fjölskipaðan stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstól sem færi með áðurnefnt eftirlitshlutverk. Málskotsréttur beint til dómstólsins lægi hjá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Almenningur hefði síðan málskotsrétt til stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstólsins í gegnum almenna dómstóla. Hvort þetta dæmi hér að ofan sé hið rétta skal kyrrt liggja en engu að síður er þetta hugmynd sem opnar vonandi á frekari umræðu um hvort handhafar ríkisvaldsins skuli vera frjálsir til að túlka valdsvið sitt og hvort þörf sé á frekari valdtemprun. Að lokum er það mín skoðun að stjórnlaga- eða stjórnskipunardómstóll myndi vera til þess fallinn að auka traust almennings á stjórnvöldum og auka líkur á að almenn sátt gilti um framkvæmd á nýrri stjórnskipan.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar