Viðskipti innlent

FME: Exista fær 15 milljóna stjónvaldssekt

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að beita Exista 15 milljón króna stjórnvaldssekt fyrir brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti.

Í úrskurði Fjármálaeftirlitsins segir að við ákvörðun fjárhæðar var tekið mið af alvarleika brotsins, þar á meðal hversu margþætt það var og hve gróft brot á upplýsingaskyldu útgefanda á skipulögðum markaði var um að ræða.

Kauphöllin vísaði málinu til Fjármálaeftirlitsins en það snýst sölu Exista á tæplega 40% eignarhlut félagsins í Bakkavör árið 2009 fyrir 8,4 milljarða króna. Hluturinn var seldur til eignarhaldsfélags í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssonar oft auknefnda Bakkabræður, og fengu þeir lán frá Exista fyrir kaupunum með veði í hlutbréfunum.

Þessi viðskipti voru ekki tilkynnt til Kauphallarinnar sem taldi þau heyra undir upplýsingasskyldu félaga enda um augljósar innherjaupplýsingar að ræða. Þessu hafnaði Exista en Fjármálaeftirlitið tekur undir rökstuðning Kauphallarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×