Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 23:30 Félagararnir Bryon Bell og Tiger Woods. Nordic Photos/AFP Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin. Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin.
Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira