Óvissunni um Nubo létt en hann er enn spenntur fyrir Grímsstöðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2011 18:45 Huang Nubo er tilbúinn að skoða tillögu um nýtingu lands á Grímsstöðum á Fjöllum ef tillaga þess efnis berst frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti spjall við Nubo í Kína fyrir nokkrum vikum. Í finnskum fjölmiðlum er greint frá því að Nubo hafi snúið sér að Lapplandi í Finnlandi úr því íslensk stjórnvöld hafi ekki verið tilbúinn að verða við beiðni hans um umdanþágu vegna Grímsstaða á Fjöllum. En það er þó ekki öll nótt úti enn. Fyrir helgi sagði forsætisráðherra æskilegt að ná lendingu varðandi fjárfestingu Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum ef hann hefði enn áhuga á uppbyggingu þar. „Ef áhugi er fyrir þessari fjárfestingu og þessari uppbyggingu á þessum hótelrekstri og, og því tengt, eins og hann hefur nefnt, golfvöll og fleira, að þá held ég að það geti varla verið því mikið til fyrirstöðu að það yrði komið inn með þessa beiðni sem ákveðinn fjárfestingarkost af hálfu Kínverjanna og þá reynt að skoða það jákvætt," sagði forsætisráðherra. Halldór Jóhannsson, ráðgjafi Nubos hér á landi, sagði í samtali við fréttastofu að Nubo hefði enn áhuga á Grímsstöðum á Fjöllum því hann væri búinn að kanna svæðið og þá möguleika sem það hefði upp á að bjóða, en hann liti svo á að nú væri boltinn hjá íslenskum stjórnvöldum og landeigendum, úr því beiðni hans um undanþágu hafi verið synjað. Tillaga um nýtingu landsins verði því að koma frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum.Hitti Steingrím í Kína Nubo fundaði bæði með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, meðan hann var hér á landi síðast, en það sem ekki hefur komið fram er að Nubo hitti Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, meðan Steingrímur sótti viðskiptaráðstefnu í Sichuan héraði í Kína í október síðastliðnum. Um er að ræða Western China International Fair sem er næststærsta viðskipta- og kaupstefna sem haldin er þar í landi á vegum kínverskra stjórnvalda. Upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra segir hins vegar að um „óformlegt spjall hafi verið að ræða þar sem landakaupin á Grímsstöðum hafi ekki verið rædd sérstaklega." Það stangast á við orð Halldórs sem segir að um fund hafi verið að ræða og landakaupin á Grímsstöðum á Fjöllum hafi verið rædd. Að sögn Halldórs var óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og var Nubo tilbúinn að koma til Íslands í þeim erindagjörðum en af þeim fundi varð aldrei. Halldór sagðist hafa bréflega óskað eftir fundi með Ögmundi 29. og 30. ágúst en þeim bréfum var aldrei svarað. Halldór sagðist ekki vita hvers vegna Ögmundur hafi aldrei orðið við ósk um fund. Hinn 30. september barst bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum um félag Nubos. 15. nóvember var síðan að nýju óskað eftir frekari upplýsingum um félagið sem sendar voru nokkrum dögum síðar. Aldrei varð ráðuneytið eða ráðherra hins vegar við óskum Nubos um fund, að sögn Halldórs Jóhannssonar. Verklag framkvæmdarvaldinu „ekki samboðið" Mikill hiti er enn á á þinginu vegna ákvörðunar innanríkisráðherra og duldist það engum sem fylgdist með þingumræðum í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, las upp úr bréfi Tryggva Harðarssonar í Fréttablaðinu en Tryggvi sakaði Ögmund um gerræðislega geðþóttaákvörðun í málinu. „Þetta ber að harma. Þetta er verklag sem á ekki að vera Alþingi og framkvæmdarvaldinu samboðið og ég heiti á ferðamálaráðherra að taka frumkvæði í þessu máli," sagði Sigmundur Ernir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Reynir ekki aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður kínverska fjárfestisins Nubo, segir hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra. Hann fullyrðir að Nubo muni ekki leita annara leiða til að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum. Halldór segir að þrátt fyrir vonbrigðin virði Nubo íslensk lög og íslenskan vilja í málinu. Ekki verði reynt að fara neina bakdyraleið til að eignast Grímsstaði á Fjöllum. 26. nóvember 2011 13:26 Nubo sakar embættismenn um skort á upplýsingum Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur verið duglegur yfir helgina við að tjá sig í kínverskum fjölmiðlum um vonbrgiði sín og reiði yfir því að kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum var hafnað. 28. nóvember 2011 07:37 Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg. 26. nóvember 2011 15:18 Ögmundur fær stuðning frá forvera sínum Björn Bjarnason, forveri Ögmundar Jónassonar sem ráðherra dómsmála, segir að ákvörðun Ögmundar um að synja kínverjanum Huang Nubo um að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum sé lagalega rétt. Ögmundur sagði þegar að hann kynnti ákvörðun sína í gær að hann hefði ekki lagaheimild til að veita Nubo rétt til að kaupa jörðina. 26. nóvember 2011 17:44 Fjölmargar leiðir færar fyrir Nubo Fjölmargar leiðir eru fyrir Huang Nubo að koma að fjárfestingu í ferðaþjónustu, án þess að kaupa stórt landsvæði. Hann býst við því að ákvörðun innanríkisráðherra um að synja Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum verði rædd á reglubundnum þingsflokkfundi á morgun. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki rætt málið áður. 27. nóvember 2011 12:20 Ætla að auglýsa Grímsstaði á Fjöllum á EES svæðinu „Nú verðum við að auglýsa jörðina til sölu á evrópska efnahagssvæðinu því þar búa um 500 milljónir manna sem mega kaupa jörðina og þurfa ekki að bera það undir Ögmund,“ segir Jóhannes Haukur Hauksson, landeigandi á Grímsstöðum á Fjöllum, í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. nóvember 2011 20:30 Segir framkomu Ögmundar ólíðandi Framkoma Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gagnvart öðrum ráðherrum og stjórnarþingmönnum er ólíðandi, sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján vildi þó ekki fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið væri á síðustu metrunum. 27. nóvember 2011 10:35 Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Það kemur mér verulega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um áform Huangs um stórfelda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ég átti ágætan um klukkutíma langan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, 29. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Huang Nubo er tilbúinn að skoða tillögu um nýtingu lands á Grímsstöðum á Fjöllum ef tillaga þess efnis berst frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti spjall við Nubo í Kína fyrir nokkrum vikum. Í finnskum fjölmiðlum er greint frá því að Nubo hafi snúið sér að Lapplandi í Finnlandi úr því íslensk stjórnvöld hafi ekki verið tilbúinn að verða við beiðni hans um umdanþágu vegna Grímsstaða á Fjöllum. En það er þó ekki öll nótt úti enn. Fyrir helgi sagði forsætisráðherra æskilegt að ná lendingu varðandi fjárfestingu Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum ef hann hefði enn áhuga á uppbyggingu þar. „Ef áhugi er fyrir þessari fjárfestingu og þessari uppbyggingu á þessum hótelrekstri og, og því tengt, eins og hann hefur nefnt, golfvöll og fleira, að þá held ég að það geti varla verið því mikið til fyrirstöðu að það yrði komið inn með þessa beiðni sem ákveðinn fjárfestingarkost af hálfu Kínverjanna og þá reynt að skoða það jákvætt," sagði forsætisráðherra. Halldór Jóhannsson, ráðgjafi Nubos hér á landi, sagði í samtali við fréttastofu að Nubo hefði enn áhuga á Grímsstöðum á Fjöllum því hann væri búinn að kanna svæðið og þá möguleika sem það hefði upp á að bjóða, en hann liti svo á að nú væri boltinn hjá íslenskum stjórnvöldum og landeigendum, úr því beiðni hans um undanþágu hafi verið synjað. Tillaga um nýtingu landsins verði því að koma frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum.Hitti Steingrím í Kína Nubo fundaði bæði með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, meðan hann var hér á landi síðast, en það sem ekki hefur komið fram er að Nubo hitti Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, meðan Steingrímur sótti viðskiptaráðstefnu í Sichuan héraði í Kína í október síðastliðnum. Um er að ræða Western China International Fair sem er næststærsta viðskipta- og kaupstefna sem haldin er þar í landi á vegum kínverskra stjórnvalda. Upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra segir hins vegar að um „óformlegt spjall hafi verið að ræða þar sem landakaupin á Grímsstöðum hafi ekki verið rædd sérstaklega." Það stangast á við orð Halldórs sem segir að um fund hafi verið að ræða og landakaupin á Grímsstöðum á Fjöllum hafi verið rædd. Að sögn Halldórs var óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og var Nubo tilbúinn að koma til Íslands í þeim erindagjörðum en af þeim fundi varð aldrei. Halldór sagðist hafa bréflega óskað eftir fundi með Ögmundi 29. og 30. ágúst en þeim bréfum var aldrei svarað. Halldór sagðist ekki vita hvers vegna Ögmundur hafi aldrei orðið við ósk um fund. Hinn 30. september barst bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum um félag Nubos. 15. nóvember var síðan að nýju óskað eftir frekari upplýsingum um félagið sem sendar voru nokkrum dögum síðar. Aldrei varð ráðuneytið eða ráðherra hins vegar við óskum Nubos um fund, að sögn Halldórs Jóhannssonar. Verklag framkvæmdarvaldinu „ekki samboðið" Mikill hiti er enn á á þinginu vegna ákvörðunar innanríkisráðherra og duldist það engum sem fylgdist með þingumræðum í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, las upp úr bréfi Tryggva Harðarssonar í Fréttablaðinu en Tryggvi sakaði Ögmund um gerræðislega geðþóttaákvörðun í málinu. „Þetta ber að harma. Þetta er verklag sem á ekki að vera Alþingi og framkvæmdarvaldinu samboðið og ég heiti á ferðamálaráðherra að taka frumkvæði í þessu máli," sagði Sigmundur Ernir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Reynir ekki aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður kínverska fjárfestisins Nubo, segir hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra. Hann fullyrðir að Nubo muni ekki leita annara leiða til að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum. Halldór segir að þrátt fyrir vonbrigðin virði Nubo íslensk lög og íslenskan vilja í málinu. Ekki verði reynt að fara neina bakdyraleið til að eignast Grímsstaði á Fjöllum. 26. nóvember 2011 13:26 Nubo sakar embættismenn um skort á upplýsingum Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur verið duglegur yfir helgina við að tjá sig í kínverskum fjölmiðlum um vonbrgiði sín og reiði yfir því að kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum var hafnað. 28. nóvember 2011 07:37 Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg. 26. nóvember 2011 15:18 Ögmundur fær stuðning frá forvera sínum Björn Bjarnason, forveri Ögmundar Jónassonar sem ráðherra dómsmála, segir að ákvörðun Ögmundar um að synja kínverjanum Huang Nubo um að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum sé lagalega rétt. Ögmundur sagði þegar að hann kynnti ákvörðun sína í gær að hann hefði ekki lagaheimild til að veita Nubo rétt til að kaupa jörðina. 26. nóvember 2011 17:44 Fjölmargar leiðir færar fyrir Nubo Fjölmargar leiðir eru fyrir Huang Nubo að koma að fjárfestingu í ferðaþjónustu, án þess að kaupa stórt landsvæði. Hann býst við því að ákvörðun innanríkisráðherra um að synja Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum verði rædd á reglubundnum þingsflokkfundi á morgun. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki rætt málið áður. 27. nóvember 2011 12:20 Ætla að auglýsa Grímsstaði á Fjöllum á EES svæðinu „Nú verðum við að auglýsa jörðina til sölu á evrópska efnahagssvæðinu því þar búa um 500 milljónir manna sem mega kaupa jörðina og þurfa ekki að bera það undir Ögmund,“ segir Jóhannes Haukur Hauksson, landeigandi á Grímsstöðum á Fjöllum, í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. nóvember 2011 20:30 Segir framkomu Ögmundar ólíðandi Framkoma Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gagnvart öðrum ráðherrum og stjórnarþingmönnum er ólíðandi, sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján vildi þó ekki fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið væri á síðustu metrunum. 27. nóvember 2011 10:35 Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Það kemur mér verulega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um áform Huangs um stórfelda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ég átti ágætan um klukkutíma langan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, 29. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Reynir ekki aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður kínverska fjárfestisins Nubo, segir hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra. Hann fullyrðir að Nubo muni ekki leita annara leiða til að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum. Halldór segir að þrátt fyrir vonbrigðin virði Nubo íslensk lög og íslenskan vilja í málinu. Ekki verði reynt að fara neina bakdyraleið til að eignast Grímsstaði á Fjöllum. 26. nóvember 2011 13:26
Nubo sakar embættismenn um skort á upplýsingum Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur verið duglegur yfir helgina við að tjá sig í kínverskum fjölmiðlum um vonbrgiði sín og reiði yfir því að kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum var hafnað. 28. nóvember 2011 07:37
Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg. 26. nóvember 2011 15:18
Ögmundur fær stuðning frá forvera sínum Björn Bjarnason, forveri Ögmundar Jónassonar sem ráðherra dómsmála, segir að ákvörðun Ögmundar um að synja kínverjanum Huang Nubo um að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum sé lagalega rétt. Ögmundur sagði þegar að hann kynnti ákvörðun sína í gær að hann hefði ekki lagaheimild til að veita Nubo rétt til að kaupa jörðina. 26. nóvember 2011 17:44
Fjölmargar leiðir færar fyrir Nubo Fjölmargar leiðir eru fyrir Huang Nubo að koma að fjárfestingu í ferðaþjónustu, án þess að kaupa stórt landsvæði. Hann býst við því að ákvörðun innanríkisráðherra um að synja Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum verði rædd á reglubundnum þingsflokkfundi á morgun. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki rætt málið áður. 27. nóvember 2011 12:20
Ætla að auglýsa Grímsstaði á Fjöllum á EES svæðinu „Nú verðum við að auglýsa jörðina til sölu á evrópska efnahagssvæðinu því þar búa um 500 milljónir manna sem mega kaupa jörðina og þurfa ekki að bera það undir Ögmund,“ segir Jóhannes Haukur Hauksson, landeigandi á Grímsstöðum á Fjöllum, í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. nóvember 2011 20:30
Segir framkomu Ögmundar ólíðandi Framkoma Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gagnvart öðrum ráðherrum og stjórnarþingmönnum er ólíðandi, sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján vildi þó ekki fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið væri á síðustu metrunum. 27. nóvember 2011 10:35
Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Það kemur mér verulega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um áform Huangs um stórfelda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ég átti ágætan um klukkutíma langan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, 29. nóvember 2011 06:00