Handbolti

Gummersbach bjargað frá gjaldþroti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach árið 2009. Hann var fyrirliði liðsins áður en hann gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í fyrra.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach árið 2009. Hann var fyrirliði liðsins áður en hann gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í fyrra. Nordic Photos / Bongarts
Forráðamönnum þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach hefur tekist að bjarga félaginu frá gjaldþroti og því fær liðið áfram keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni.

Gummersbach hefur síðustu vikur rambað á barmi gjaldþrots vegna mikilla skulda en félaginu tókst á síðustu vikum að safna nægilega miklum pening til að koma í veg fyrir það.

Bæði fékk félagið nýja styrktaraðila auk fjárframlög frá ýmsum aðilum. Margir komu að þessari vinnu, til að mynda Heiner Brand, fyrrum þjálfari Gummersbach og fráfarandi þjálfari þýska landsliðsins.

Gummersbach varð á dögunum Evrópumeistari bikarhafa en þetta fornfræga félag fagnar um þessar mundir 150 ára afmæli. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu undanfarna áratugi og Alfreð Gíslason var þjálfari liðsins, áður en hann tók við Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×