Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 80-66 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. desember 2011 20:04 Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum á morgun eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn, 80-66. Grindavík lék frábæran varnarleik í leiknum og fór illa með Þór í fráköstunum sem gerið gæfu muninn. Grindavík hóf leikinn af krafti og náði fljótt undirtökunum þó Þór hafi skorað fyrstu þrjú stig leiksins. Með frábæran sóknarleik að vopni náði Grindavík mest fjórtan stiga forystu í fyrsta leikhluta, 21-7, en Þór náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir annan leikhluta, 28-17. Þórsarar hafa sýnt það oftar en einu sinni í vetur að liðið gefst aldrei upp. Með ótrúlegri baráttu og góðum leik voru þeir búnir að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks, 37-37 og fjörutíu sekúndum síðar var Þór komið yfir í fyrsta sinn frá fyrstu mínútu, 38-37. Það voru þó Grindvíkingar sem luku fyrri hálfleiknum betur og fóru með tveggja stiga forystu til hálfleiks, 42-40. Grindvíkingar tóku við sér á ný í þriðja leikhluta. Varnarleikur liðsins var frábær og liðið náði mest ellefu stiga forystu en Þórsarar björguðu andlitinu með tveimur þriggja stiga körfum á lokasekúndum leikhlutans og því munaði aðeins fimm stigum þegar fjórði leikhluti hófst, 55-60. Það tók Þór þrjá og hálfa mínútu að skora í fjórða leikhluta en þá hafði Grindavík skorað sjö stig og munurinn kominn upp í 12 stig, 67-55. Þann mun náði Þór aldrei að brúa og Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur.Helgi Jónas: Jörðuðum þá í fráköstunum „Það var frábær varnarleikur sem lagði grunninn að þessum sigri og mikil barátta í liðinu," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við byrjum leikinn mjög vel en eigum í vandræðum með að leysa svæðisvörnina sem þeir skipta í. Það kom í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning. Við vonuðumst eftir þriggja stiga skotsýningu sem kom ekki. Þá ákváðum við að keyra meira á körfuna," sagði Helgi en Grindavík virtist ætla að gera út um leikinn áður en Þór skoraði sex síðustu stig þriðja leikhluta á andartaki. „Við misstum einbeitingu í smá stund í lok þriðja leikhluta. Við vorum búnir að halda þeim í níu stigum en þá skoruðu þeir tvo auðvelda opna þrista á þrjátíu síðustu sekúndunum. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu, við jörðuðum þá í fráköstum á báðum endum vallarins," sagði Helgi en Grindavík tók 56 fráköst á móti 39 hjá Þór og þar af 21 sóknarfrákast. Það vakti athygli að margir leikmenn byrjunarliðs Grindavíkur voru inni á vellinum allt þar til mínúta var eftir af leiknum og úrslitin ráðin. Helgi Jónas vildi ekki taka neina áhættu enda aldrei hægt að afskrifa Þór. „Þetta var það mikilvægur leikur að ég vildi ekki taka þá útaf fyrr. Það er hægt að skora ansi mörg stig í körfubolta á stuttum tíma," sagði Helgi Jónas að lokum.Benedikt: Sóknarleikurinn varð okkur að falli „Þetta er firnasterkt Grindavíkurlið, við vissum að við þyrftum að eiga toppleik og það þyrfti margt að ganga upp. Það tókst ekki núna. Það voru nokkur atriði sem voru ekki alveg að rúlla fyrir okkur," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Ég get nefnt tapaða bolta, fráköst, skotnýtingu erlendra atvinnumanna, ég get týnt sitt lítið af hverju til. Þeir taka fullt af sóknarfráköstum. Við töpum dýrum töpuðum boltum þar sem við fáum hraðaupphlaup á okkur og körfu. Svo var nýtingin alveg hræðileg hjá mönnum sem eru varnir að hitta miklu betur." „Eftir að við förum í svæðisvörn var þetta allt annað. Hún fannst mér virka vel í þessum leik. Við fengum 18 stig á okkur á fjórum mínútum í byrjun, eftir það var þetta allt í lagi varnarlega en sóknarleikurinn varð okkur að falli og að sama skapi hörku varnarleikur hjá Grindavík, þeir náðu að halda erlendur leikmönnunum mínum í mjög lágri nýtingu og það þarf að gefa þeim prik fyrir það," sagði Benedikt að lokum.Þór Þorlákshöfn-Grindavík 66-80 (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Darrin Govens 18/12 fráköst, Darri Hilmarsson 9/7 fráköst, Michael Ringgold 8/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 2, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/17 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst/6 varin skot, Giordan Watson 9/6 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/7 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum á morgun eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn, 80-66. Grindavík lék frábæran varnarleik í leiknum og fór illa með Þór í fráköstunum sem gerið gæfu muninn. Grindavík hóf leikinn af krafti og náði fljótt undirtökunum þó Þór hafi skorað fyrstu þrjú stig leiksins. Með frábæran sóknarleik að vopni náði Grindavík mest fjórtan stiga forystu í fyrsta leikhluta, 21-7, en Þór náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir annan leikhluta, 28-17. Þórsarar hafa sýnt það oftar en einu sinni í vetur að liðið gefst aldrei upp. Með ótrúlegri baráttu og góðum leik voru þeir búnir að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks, 37-37 og fjörutíu sekúndum síðar var Þór komið yfir í fyrsta sinn frá fyrstu mínútu, 38-37. Það voru þó Grindvíkingar sem luku fyrri hálfleiknum betur og fóru með tveggja stiga forystu til hálfleiks, 42-40. Grindvíkingar tóku við sér á ný í þriðja leikhluta. Varnarleikur liðsins var frábær og liðið náði mest ellefu stiga forystu en Þórsarar björguðu andlitinu með tveimur þriggja stiga körfum á lokasekúndum leikhlutans og því munaði aðeins fimm stigum þegar fjórði leikhluti hófst, 55-60. Það tók Þór þrjá og hálfa mínútu að skora í fjórða leikhluta en þá hafði Grindavík skorað sjö stig og munurinn kominn upp í 12 stig, 67-55. Þann mun náði Þór aldrei að brúa og Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur.Helgi Jónas: Jörðuðum þá í fráköstunum „Það var frábær varnarleikur sem lagði grunninn að þessum sigri og mikil barátta í liðinu," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við byrjum leikinn mjög vel en eigum í vandræðum með að leysa svæðisvörnina sem þeir skipta í. Það kom í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning. Við vonuðumst eftir þriggja stiga skotsýningu sem kom ekki. Þá ákváðum við að keyra meira á körfuna," sagði Helgi en Grindavík virtist ætla að gera út um leikinn áður en Þór skoraði sex síðustu stig þriðja leikhluta á andartaki. „Við misstum einbeitingu í smá stund í lok þriðja leikhluta. Við vorum búnir að halda þeim í níu stigum en þá skoruðu þeir tvo auðvelda opna þrista á þrjátíu síðustu sekúndunum. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu, við jörðuðum þá í fráköstum á báðum endum vallarins," sagði Helgi en Grindavík tók 56 fráköst á móti 39 hjá Þór og þar af 21 sóknarfrákast. Það vakti athygli að margir leikmenn byrjunarliðs Grindavíkur voru inni á vellinum allt þar til mínúta var eftir af leiknum og úrslitin ráðin. Helgi Jónas vildi ekki taka neina áhættu enda aldrei hægt að afskrifa Þór. „Þetta var það mikilvægur leikur að ég vildi ekki taka þá útaf fyrr. Það er hægt að skora ansi mörg stig í körfubolta á stuttum tíma," sagði Helgi Jónas að lokum.Benedikt: Sóknarleikurinn varð okkur að falli „Þetta er firnasterkt Grindavíkurlið, við vissum að við þyrftum að eiga toppleik og það þyrfti margt að ganga upp. Það tókst ekki núna. Það voru nokkur atriði sem voru ekki alveg að rúlla fyrir okkur," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Ég get nefnt tapaða bolta, fráköst, skotnýtingu erlendra atvinnumanna, ég get týnt sitt lítið af hverju til. Þeir taka fullt af sóknarfráköstum. Við töpum dýrum töpuðum boltum þar sem við fáum hraðaupphlaup á okkur og körfu. Svo var nýtingin alveg hræðileg hjá mönnum sem eru varnir að hitta miklu betur." „Eftir að við förum í svæðisvörn var þetta allt annað. Hún fannst mér virka vel í þessum leik. Við fengum 18 stig á okkur á fjórum mínútum í byrjun, eftir það var þetta allt í lagi varnarlega en sóknarleikurinn varð okkur að falli og að sama skapi hörku varnarleikur hjá Grindavík, þeir náðu að halda erlendur leikmönnunum mínum í mjög lágri nýtingu og það þarf að gefa þeim prik fyrir það," sagði Benedikt að lokum.Þór Þorlákshöfn-Grindavík 66-80 (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Darrin Govens 18/12 fráköst, Darri Hilmarsson 9/7 fráköst, Michael Ringgold 8/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 2, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/17 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst/6 varin skot, Giordan Watson 9/6 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/7 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins