Handbolti

Naumur sigur hjá lærisveinum Alfreðs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron skoraði eitt mark í dag.
Aron skoraði eitt mark í dag.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf stóð í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel í dag er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kiel marði tveggja marka sigur, 22-24, eftir að jafnt var í hálfleik, 11-11.

Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Hannover, Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt en Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel og það var síðasta mark Kiel í leiknum.

Kiel í öðru sæti ásamt Fuchse Berlin og Hannover rétt fyrir ofan fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×