Handbolti

Bróðir Ferguson á leik Atletico Madrid í gær

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David de Gea, markvörður Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP
David de Gea, markvörður Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP
Martin Ferguson, njósnari Manchester United var á leik Atletico Madrid og Espanyol í gærkvöldi en það er annar leikurinn sem hann er sendur á með Atletico Madrid.

Hann er einn af höfuðnjósnurum Manchester United í Evrópu og fór hann að fylgjast með leikmönnunum eins og Nistelrooy, Anderson og Diego Forlan áður en þeir komu til Manchester United.

Sífellt háværari raddir heyrast að bróðir hans, Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United ætli að fjárfesta í David De Gea markmanni Atletico Madrid. Orðrómur var í síðustu viku að það væri búið að komast að samkomulagi en neituðu allir aðilar máls því.

De Gea sem er aðeins 20 ára gamall er uppalinn hjá Atletico Madrid og tók byrjunarliðssætið af markverði u-21 árs liðs Spánverja Sergio Asenjo og hefur haldið því síðan. Hann hefur leikið 50 leiki fyrir Atletico Madrid og var í sigurliði þeirra sem vann Europa League síðasta vor og vann svo UEFA Super Cup síðastliðið haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×