Handbolti

HM 2011: Noregur og Spánn áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þær norsku komnar áfram.
Þær norsku komnar áfram. Mynd./ AFP
Noregur og Spánn tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í 8-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna.

Noregur sigraði Holland örugglega 34-22 en leikurinn var aldrei spennandi. Þær norsku geta greinilega farið alla leið í þessari keppni.

Norðmenn mæta annaðhvort Rúmeníu eða Króatíu í 8-liða úrslitum en þær þjóðir mætast annað kvöld. Spánverjar voru ekki í miklum vandræðum með Svartfellinga þó að leikurinn hafi verið töluvert meira spennandi. Spánn sigraði að lokum 23-19.

Þær mæta annaðhvort heimastúlkur frá Brasilíu eða Fílbeinsstrendinga í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×