Handbolti

Hrafnhildur: Ég skal taka á móti kveðju ríkisstjórnarinnar þegar við fáum peningana

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Fyrir mót þá hefði maður verið sáttur við tólfta sæti en eftir þessa byrjun þá var maður farinn að vonast eftir kraftaverki," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Rússlandi í kvöld.

Ísland byrjaði vel í leiknum og oft í forystu í fyrri hálfleik. Rússar voru hins vegar með forystu í hálfleik, 15-12, og keyrðu svo yfir íslenska liðið á síðustu 20 mínútum leiksins.

„Þær hafa bara miklu meiri breidd en við og mun sterkari líkamlega. Þegar þær fara í framliggjandi vörn þá byrjun við að hiksta eins og við höfum gert allt mótið. Frábær fyrri hálfleikur og ömurlegt að ná ekki að halda þetta út".

Ríkisstjórn Íslands sendi liðinu kæra kveðju um árangur stelpnanna á mótinu en Hrafnhildur telur það heldur ódýra kveðju.

„Það er alveg fínt að fá svona kveðjur en ég vil bara sjá peninga koma inn í íþróttina. Maður er orðinn svo þreyttur á þessu og núna vill maður að það sé hreinlega eitthvað gert fyrir afreksfólk í íþróttum. Ég skal taka á móti kveðjum þegar við fáum peningana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×