Handbolti

Aron og Alfreð unnu þýska bikarinn - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson fagnar hér sigri í dag.
Aron Pálmarsson fagnar hér sigri í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Aron Pálmarsson fór á kostum þegar Kiel varð í dag bikarmeistari í annað skiptið á þremur árum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kiel vann leikinn með sex marka mun, 30-24, og Aron var einn af þremur markahæstu leikmönnum Kiel-liðsins með sex mörk.

Kiel varð þarna bikarmeistari í fjórða sinn á fimm árum en Alfreð gerði liðið einnig að bikarmeisturum fyrir tveimur árum. Liðið vann 28-23 sigur á Frisch Auf Göppingen í undanúrslitaleiknum í gær.

Aron, sem hefur nú unnið alla stóru titlana á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Kiel, skoraði alls 10 mörk í þessum tveimur leikjum og stóð sig mjög vel að stýra sóknarleik liðsins.

Ljósmyndarar Bongarts-myndaþjónustunnar voru í Hamburg og mynduðu allt í bak og fyrir. Nokkrar af myndunum þeirra má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×