Bjartsýni hefur aukist meðal fjárfesta um að leiðtogafundur Evrópusambandsins sem hefst á morgun muni skila árangri í baráttunni við skuldakreppuna á evrusvæðinu.
Þannig enduðu bæði Dow Jones og Nasdag vísitalan í Bandaríkjunum á jákvæðum nótum í gærkvöldi en báðar þessar vísitölur hækkuðu um 0,5% eftir daginn.
Hið sama var upp á teningnum á Asíumörkuðum í nótt. Þar endaði Nikkei vísitalan í Tókýó í 1,7% plús og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,9%.
Markaðir í uppsveiflu
