Umfjöllun: Sæt hefnd hjá Hamri Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2011 21:58 Mynd/Daníel Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Hamar vann virkilega góðan sigur ,54-65, gegn KR í 15.umferð Iceland-Express deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í DHL-höllinni í vesturbænum. Mikið var um tæknimistök í leiknum og liðin áttu erfitt með að finna taktinn. Hamarsstúlkur voru samt sem áður ávallt skrefinu á undan og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars var atkvæðamest í leiknum en hún skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Það mátti búast við hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar tvö af bestu liðum landsins mættust í Iceland-Express deild kvenna. KR var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en gestirnir í Hamar sátu einar á toppnum með 28 stig og voru ósigraðar í Iceland-Express deildinni í vetur. KR vann aftur á móti Hamar síðastliðin laugardag í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Hamar hafði því harm að hefna frá tapinu gegn KR og voru án efa tilbúnar í slaginn. Chazny Paige Morris, leikmaður KR, var ekki í leikmannahóp liðsins í kvöld vegna meiðsla og spurning hvernig heimastúlkur ætluðu að fylla hennar skarð. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en staðan var 6-6 þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hveragerði byrjuðu þá að spila góðan varnarleik og náðu fljótlega fínu forskoti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-18 fyrir Hamar. Það var greinilega að Hamarsstelpur höfðu farið vel yfir leik sinn frá því um helgina. Heimastúlkur sóttu töluvert í sig veðrið í byrjun annars leikhluta og náðu að minnka muninn þegar leið á fjórðunginn. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var að spila vel og dró vagninn fyrir KR. Undir lokin af fjórðungnum settu Hamarsstelpur í gírinn og náðu að slíta sig aðeins frá KR en staðan var 19-25 í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var ekki um fallegan körfubolta að ræða í fyrri hálfleik og mikið um tæknimistök hjá báðum liðum. KR-ingar hófu þriðja leikhlutann af krafti og virtust vera búnar að stilla miðið. Munurinn á liðunum var aðeins tvö stig þegar fjórðungurinn var hálfnaður og leikurinn galopinn. En rétt eins og í fyrri hálfleik þá gáfu Hamarsstúlkur í þegar KR-ingar fóru að nálgast þær of mikið. Jaleesa Butler, leikmaður Hamars, reyndist erfið fyrir KR-stelpur og þær réðu í raun ekkert við hana. Þegar þremur leikhlutum var lokið var munurinn á liðunum orðin tíu stig og sigur Hamarsstúlkna var í uppsiglingu. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir útum leikinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir , leikmaður Hamars, kom virkilega sterk inn og setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur. Munurinn á liðinum var mestur 14 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Jaleesa Butler fór hreinlega á kostum í leiknum og var lykillinn af sigri Hamars. Leiknum lauk því með öruggum sigri Hamars 54-65. Það var allt annað að sjá til Hamarsliðsins frá því í bikarnum um helgina og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í vetur. KR-Hamar 54-65 (11-18, 8-7, 16-20, 19-20)KR: Margrét Kara Sturludóttir 14/12 fráköst/ 4 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 11/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst /3 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst /3 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 4/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 1. Hamar : Jaleesa Butler 29 /15 fráköst /5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 16/3 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Slavica Dimovska 4/4 fráköst/ 6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira