Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum 1. desember 2011 06:50 Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira