Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum 1. desember 2011 06:50 Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira