Tímalaus stemning Jónas Sen skrifar 16. desember 2011 11:00 Söngurinn var tær og í fullkomnu jafnvægi. Tónlist. Jólatónleikar Ríkisútvarpsins. Kammerhópurinn Carmina undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Kristskirkja Það var gaman í Kristskirkju á mánudagskvöldið. Þar voru jólatónleikar Ríkisútvarpsins haldnir. Á efnisskránni voru trúarleg lög úr íslenskum sönghandritum frá 15., 16. og 17. öld. Kammerhópurinn Carmina, undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, söng en einnig lék Karl Nyhlin á bassalútu. Ég hef sjaldan heyrt jafn sjarmerandi tónlistarflutning. Söngurinn var tær og í fullkomnu jafnvægi. Túlkunin var þrungin tilfinningu, kraftmikill kórsöngurinn kom einstaklega vel út í endurómun kirkjunnar. Hver tónn var mótaður af fagmennsku og smekkvísi. Nokkrir kórmeðlimir sungu einsöng, oftast við lútuleik. Það var afar fallegt. Lútan skapaði tímalausa stemningu og lög með einum eða tveimur söngvurum voru skemmtileg tilbreyting frá kórsöngnum. Eitt magnaðasta lagið var úr stærsta íslenska tónlistarhandritinu frá 17. öld. Handritið heitir Melódía, en lagið var „Eilíft lof með elsku hátt" og var sungið af Kirstínu Ernu Blöndal. Í Melódíu eru mörg hundruð lög, sum þeirra þjóðlög en önnur hafa jafnframt fundist í handritum í Evrópu. Lögin eru skemmtilega ólík, allt frá gregórskum messusöng til lagsins Vera mátt góður, sem margir kannast sjálfsagt við frá því Þursaflokkurinn söng það fyrir tæpum þrjátíu árum. Á tónleikunum voru einnig útsetningar núlifandi tónskálda á fornum lögum. Þetta voru þau Hildigunnur Rúnarsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Hugi Guðmundsson. Útsetningarnar voru allar prýðilegar og engin þeirra virtist langt frá upprunalegri mynd laganna. Samt voru verkin skemmtilega ólík. Það var falleg einlægni í útsetningum Hildigunnar, þjóðleg heiðríkja í þeirri sem Hugi gerði og hrífandi dulúð í verki Önnu, ef svo má að orði komast. Dagskránni lauk með hinu sígilda jólalagi Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein. Flutningurinn var hástemmdur og magnaður. Það var fullkominn endir á frábærum tónleikum. Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með dásamlegri tónlist. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Jólatónleikar Ríkisútvarpsins. Kammerhópurinn Carmina undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Kristskirkja Það var gaman í Kristskirkju á mánudagskvöldið. Þar voru jólatónleikar Ríkisútvarpsins haldnir. Á efnisskránni voru trúarleg lög úr íslenskum sönghandritum frá 15., 16. og 17. öld. Kammerhópurinn Carmina, undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, söng en einnig lék Karl Nyhlin á bassalútu. Ég hef sjaldan heyrt jafn sjarmerandi tónlistarflutning. Söngurinn var tær og í fullkomnu jafnvægi. Túlkunin var þrungin tilfinningu, kraftmikill kórsöngurinn kom einstaklega vel út í endurómun kirkjunnar. Hver tónn var mótaður af fagmennsku og smekkvísi. Nokkrir kórmeðlimir sungu einsöng, oftast við lútuleik. Það var afar fallegt. Lútan skapaði tímalausa stemningu og lög með einum eða tveimur söngvurum voru skemmtileg tilbreyting frá kórsöngnum. Eitt magnaðasta lagið var úr stærsta íslenska tónlistarhandritinu frá 17. öld. Handritið heitir Melódía, en lagið var „Eilíft lof með elsku hátt" og var sungið af Kirstínu Ernu Blöndal. Í Melódíu eru mörg hundruð lög, sum þeirra þjóðlög en önnur hafa jafnframt fundist í handritum í Evrópu. Lögin eru skemmtilega ólík, allt frá gregórskum messusöng til lagsins Vera mátt góður, sem margir kannast sjálfsagt við frá því Þursaflokkurinn söng það fyrir tæpum þrjátíu árum. Á tónleikunum voru einnig útsetningar núlifandi tónskálda á fornum lögum. Þetta voru þau Hildigunnur Rúnarsdóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Hugi Guðmundsson. Útsetningarnar voru allar prýðilegar og engin þeirra virtist langt frá upprunalegri mynd laganna. Samt voru verkin skemmtilega ólík. Það var falleg einlægni í útsetningum Hildigunnar, þjóðleg heiðríkja í þeirri sem Hugi gerði og hrífandi dulúð í verki Önnu, ef svo má að orði komast. Dagskránni lauk með hinu sígilda jólalagi Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein. Flutningurinn var hástemmdur og magnaður. Það var fullkominn endir á frábærum tónleikum. Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með dásamlegri tónlist.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira