Seldu fjarskiptabúnað ríkisins 16. desember 2011 09:00 Ákærur Fjórir af fimm sem ákærðir hafa verið fyrir peningaþvætti störfuðu hjá þýska bankanum Commerzbank. Nordicphotos/Getty Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Fullyrt hefur verið að einn hinna ákærðu, danski lögfræðingurinn Jeffrey Galmond, sé fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Það kemur meðal annars fram í nýrri bók Ingimars Hauks Ingimarssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga feðganna. Björgólfur Thor hefur neitað því að hafa átt viðskipti við Galmond. Í pistli á vef hans segir hann að tveir lögmenn sem starfa á sömu lögfræðistofu og Galmond hafi unnið fyrir sig um tíma, en ekki Galmond sjálfur. Auk Galmonds eru fimm fyrrverandi starfsmenn þýska bankans Commerzbank AG ákærðir. Mennirnir fimm eru sakaðir um að hafa hjálpað Leonid Reiman, sem var samskiptaráðherra Rússlands á árunum 1999 til 2008, að selja fjarskiptabúnað í eigu rússneska ríkisins og stinga hagnaðinum í eigin vasa. Mennirnir fimm neita sök í málinu og Reiman hafnar ásökunum um að hafa selt eigur rússneska ríkisins og stungið hagnaðinum í eigin vasa. - bj Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár. Fullyrt hefur verið að einn hinna ákærðu, danski lögfræðingurinn Jeffrey Galmond, sé fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Það kemur meðal annars fram í nýrri bók Ingimars Hauks Ingimarssonar, fyrrverandi viðskiptafélaga feðganna. Björgólfur Thor hefur neitað því að hafa átt viðskipti við Galmond. Í pistli á vef hans segir hann að tveir lögmenn sem starfa á sömu lögfræðistofu og Galmond hafi unnið fyrir sig um tíma, en ekki Galmond sjálfur. Auk Galmonds eru fimm fyrrverandi starfsmenn þýska bankans Commerzbank AG ákærðir. Mennirnir fimm eru sakaðir um að hafa hjálpað Leonid Reiman, sem var samskiptaráðherra Rússlands á árunum 1999 til 2008, að selja fjarskiptabúnað í eigu rússneska ríkisins og stinga hagnaðinum í eigin vasa. Mennirnir fimm neita sök í málinu og Reiman hafnar ásökunum um að hafa selt eigur rússneska ríkisins og stungið hagnaðinum í eigin vasa. - bj
Fréttir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira