Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Hafsteinn Hauksson skrifar 21. nóvember 2011 09:30 Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira