Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun 28. desember 2011 11:46 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur gert sitt til þess að sporna gegn skuldakreppunni í Evrópu. Lánveitingar bankans upp á tæplega 500 milljarða evra eru nú taldar hafa átt mestan þátt í því að vaxtakostnaður ríkja er að lækka. Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi. Þessi mikla og hraða lækkun á vaxtaálagi þykir renna stoðum undir það, að tæplega 500 milljarða evra lánveitingar Evrópska seðlabankans, skömmu fyrir jól, til banka í Evrópu, sé nú að skila sér óbeint til skuldugra ríkja. Bankar virðast vera að lána féð frá Evrópska seðlabankanum áfram til ríkjanna, að því er greint var frá á vefsíðu BBC. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi. Þessi mikla og hraða lækkun á vaxtaálagi þykir renna stoðum undir það, að tæplega 500 milljarða evra lánveitingar Evrópska seðlabankans, skömmu fyrir jól, til banka í Evrópu, sé nú að skila sér óbeint til skuldugra ríkja. Bankar virðast vera að lána féð frá Evrópska seðlabankanum áfram til ríkjanna, að því er greint var frá á vefsíðu BBC.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira