Innlent

Ferðamaður fastur í klettum

Mynd/Birkir Agnarsson
Ferðamaður kom sér í sjálfheldu í klettum í Náttfaravík við Skjálfanda. Björgunarsveitir hafa þegar verið kallaðar út. Þær munu koma sér á staðinn á skipum frá Húsavík og aðaldal. Þetta kom fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins.

Tilkynning bars frá gangnamönnum um að þeir hefðu komið auga á ferðamann í sjálfheldu. Ekki er ljóst á þessari stundu hve ofarlega maðurinn situr í klettunum né hve langan tíma mun taka að komast að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×