Karabatic: Tilfinningin er stórkostleg Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar 30. janúar 2011 21:08 Nikola Karabatic og Bertrand Gille fagna í leiknum í dag Mynd / AFP Nikola Karabatic, sem af mörgum er talinn besti handboltaleikmaður heims í dag, spilaði frábærlega fyrir Frakka í úrslitaleiknum gegn Dönum. Hann skoraði tíu mörk og átti þátt í mörgum mörkum félaga sinna eftir að hafa farið illa með vörn Dana. „Við erum ótrúlega ánægðir með að hafa unnið í dag. Við erum heimsmeistarar og ég er varla búinn að ná því enn, tilfinningin er stórkostleg," sagði Karabatic við Vísi eftir leik. Karabatic var fyrir leikinn valinn mikilvægasti leikmaður mótsins og hann stóð heldur betur undir þeirri nafnbót með frammistöðu sinni í dag. „Ég lék vel, ég er ánægður með mína frammistöðu. Ég vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að fara með sigur af hólmi. Þetta er mikilvægasti leikur mótsins og það verða allir að spila vel. Svo vona ég að Daniel Narcisse verði kominn til baka í næsta móti og að við getum haldið áfram sigurgöngunni," sagði Karabatic brosandi áður en hann hljóp inn í klefa. Umtalaður Narcisse lék ekki á mótinu vegna meiðsla en hann hefur verið einn besti maður Frakka undanfarin ár. Bertrand Gille hefur verið einn af lykilmönnum Frakka á velgengnistímabili þeirra og lék vel á heimsmeistaramótinu. Hann var gríðarlega þreyttur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum að leik loknum en brosti þó, enda með gullpening um hálsinn. „Ég er mjög þreyttur, þetta var mikil og erfið barátta í dag. Leikurinn var erfiður og við erum gríðarlega ánægðir að hafa unnið. Ég er stoltur að vera hluti af þessu sterka liði og við vonumst til að það verði áframhald á þessari sigurgöngu okkar," sagði Gille en Frakkar eru í dag handhafar allra stóru titlana í handboltanum. „Mér fannst bæði lið leika mjög vel í dag. Þetta var góður leikur og margir frábærir leikmenn sem spiluðu í dag, margir stórkostlegir leikmenn reyndar. Danska liðið er gott og spilaði vel." "Það var erfitt að fara inn í klefa að loknum venjulegum leiktíma eftir að þeir höfðu jafnað á síðustu sekúndunum, en við vorum virkilega staðráðnir í að vinna. Ég efaðist oft en við höfðum það að lokum," sagði Bertrand Gille að lokum í samtali við Vísi. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Nikola Karabatic, sem af mörgum er talinn besti handboltaleikmaður heims í dag, spilaði frábærlega fyrir Frakka í úrslitaleiknum gegn Dönum. Hann skoraði tíu mörk og átti þátt í mörgum mörkum félaga sinna eftir að hafa farið illa með vörn Dana. „Við erum ótrúlega ánægðir með að hafa unnið í dag. Við erum heimsmeistarar og ég er varla búinn að ná því enn, tilfinningin er stórkostleg," sagði Karabatic við Vísi eftir leik. Karabatic var fyrir leikinn valinn mikilvægasti leikmaður mótsins og hann stóð heldur betur undir þeirri nafnbót með frammistöðu sinni í dag. „Ég lék vel, ég er ánægður með mína frammistöðu. Ég vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að fara með sigur af hólmi. Þetta er mikilvægasti leikur mótsins og það verða allir að spila vel. Svo vona ég að Daniel Narcisse verði kominn til baka í næsta móti og að við getum haldið áfram sigurgöngunni," sagði Karabatic brosandi áður en hann hljóp inn í klefa. Umtalaður Narcisse lék ekki á mótinu vegna meiðsla en hann hefur verið einn besti maður Frakka undanfarin ár. Bertrand Gille hefur verið einn af lykilmönnum Frakka á velgengnistímabili þeirra og lék vel á heimsmeistaramótinu. Hann var gríðarlega þreyttur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum að leik loknum en brosti þó, enda með gullpening um hálsinn. „Ég er mjög þreyttur, þetta var mikil og erfið barátta í dag. Leikurinn var erfiður og við erum gríðarlega ánægðir að hafa unnið. Ég er stoltur að vera hluti af þessu sterka liði og við vonumst til að það verði áframhald á þessari sigurgöngu okkar," sagði Gille en Frakkar eru í dag handhafar allra stóru titlana í handboltanum. „Mér fannst bæði lið leika mjög vel í dag. Þetta var góður leikur og margir frábærir leikmenn sem spiluðu í dag, margir stórkostlegir leikmenn reyndar. Danska liðið er gott og spilaði vel." "Það var erfitt að fara inn í klefa að loknum venjulegum leiktíma eftir að þeir höfðu jafnað á síðustu sekúndunum, en við vorum virkilega staðráðnir í að vinna. Ég efaðist oft en við höfðum það að lokum," sagði Bertrand Gille að lokum í samtali við Vísi.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira