Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Elvar Geir Magnússon í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2011 21:44 Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira