Handbolti

HM 2011: Ísland endaði í tólfta sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland náði sannarlega frábærum árangri á HM 2011.
Ísland náði sannarlega frábærum árangri á HM 2011. Mynd/Pjetur
Fjórðungsúrslitunum á HM í Brasilíu lauk í kvöld með öruggum sigri heimamanna á Fílabeinsströndinni, 35-22. Þar með er ljóst hvernig liðin raðast niður í 9.-16. sæti keppninnar og enduðu stelpurnar okkar í tólfta sæti, eins og áður hefur verið greint frá.

Þar sem ekki er spilað sérstaklega um 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu er árangur liðanna í riðlakeppninni notaður til að ákvarða niðurröðun í sæti - en aðeins árangur gegn þeim liðum sem komust áfram í 16-liða úrslitin í viðkomandi riðli.

Samkvæmt þessu fyrirkomulagi náði Svíþjóð bestum árangri (2 stig, +1 í markatölu) og náði því níunda sætinu. Alls fengu fjögur lið tvö stig en Ísland var með lakasta markahlutfallið af þeim (-16) og endar því í tólfta sæti.

Hér má sjá úrslitasíðuna á HM-vef Vísis.

9.-16. sætið á HM 2011 í Brasilíu:

9. Svíþjóð (2 stig, +1 í markatölu)

10. Svartfjallaland (2 stig, 0)

11. Suður-Kórea (2 stig, -6)

12. Ísland (2 stig, -16)

13. Rúmenía (1 stig, -24)

14. Japan (1 stig, -27)

15. Holland (0 stig, -28)

16. Fílabeinsströndin (0 stig, -40)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×