Vífilfell greiði 260 milljónir í stjórnvaldssekt - misnotaði stöðu sína 30. mars 2011 11:05 Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell þarf að borga 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðustöðu að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. Brotið felst í því að Vífilfell gerði fjölmarga einkakaupsamninga við viðskiptavini sína og skuldbatt þá til þess að kaupa gosdrykki einungis frá Vífilfelli. Einkakaupasamningar af þessu tagi eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. „Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hverskonar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað í viðkomandi máli og meta stöðu fyrirtækja á honum. Þar sem Vífilfell hélt því fram að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi þurfti í málinu að taka þetta atriði til ítarlegrar skoðunar. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir," segir í tilkynningunni. „Í málinu var skoðuð markaðshlutdeild Vífilfells og eina keppinautarins (Ölgerð Egils Skallagrímssonar) á gosdrykkjamarkaði á fjögurra ára tímabili. Reyndist Vífilfell hafa yfirburði í markaðshlutdeild (um 70-75% hlutdeild). Í ljósi þessarrar hlutdeildar og með vísan til annarra yfirburða félagsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell hafi verið í markaðsráðandi stöðu." Þá kemur fram að Vífilfell hafi gert hundruð ólögmætra samninga við viðskiptavini sína sem fólu í sér einkakaup og að samningarnir hafi verið gerðir við matvöruverslanir, veitingastaði, söluturna og aðra endurseljendur á gosdrykkjum. „Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við viðskiptasamninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu. Vífilfell beitti einnig samkeppnishamlandi afsláttarákvæðum til að tryggja enn frekar að viðskiptavinir ættu ekki viðskipti við núverandi eða mögulega keppinauta félagsins á gosdrykkjamarkaðnum." Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningar þessum toga til þess fallnir að hindra að keppinautar markaðsráðandi fyrirtækis nái að vaxa og dafna. „Jafnframt vinna slíkir samningar gegn því að nýir keppinautar nái fótfestu á markaðnum og efli þar með samkeppni." „Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið í ákvörðun sinni að sekt að fjárhæð 260 m.kr. sé hæfileg," segir ennfremur.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira