Noregur aðstoði við innheimtu 25. október 2011 01:00 Georg Papandreú Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira