Íslenski boltinn

Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson gæti misst af leik Þórs og FH.
Björn Daníel Sverrisson gæti misst af leik Þórs og FH. Mynd/Anton
Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinum.

Það er við frostmark á Akureyri og ef að leikurinn færi fram í kvöld þá yrði völlurinn ekki notaður næstu vikurnar. Páll Viðar Gíslason, þjálfari og framkvæmdastjóri Þórs staðfesti þetta við Íþróttadeildina áðan en KSÍ er ekki búið að gefa út formlega tilkynningu um frestun leiksins.

Nýr leiktími er 13. júní og hafa FH-ingar samþykkt hann þó svo að þeir gætu verið án Björns Daníels Sverrissonar sem á möguleika á því að vera á sama tíma með íslenska 21 árs landsliðinu á EM í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×