Handbolti

Aron og Alfreð í beinni í nágrannaslag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel. Mynd. / Getty Images
Núna kl. 15:30 tekur Kiel á móti Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en þetta eru ávallt hörku viðureignir enda eru liðin nágrannar og mikill rígur á milli þeirra.

Tveir Íslendingar taka þátt í leiknum í dag en eins og flestir handboltaáhugamenn vita þá er Alfreð Gíslason þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikmaður liðsins.

Þessi félög hafa verið í baráttunni í efri hluta deildarinnar undanfarinn ár og því eru þessar viðureignir virkilega mikilvægar.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 15:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×