Vill að Írar gefi Norðmönnum helming af olíusvæðum sínum 19. ágúst 2011 08:15 Þekktur írskur dálkahöfundur hjá blaðinu Irish Times leggur til að Írar gefi Norðmönnum helminginn af olíusvæðum sínum gegn því að Norðmenn sjái alfarið um olíuleit og vinnslu á þeim. Írar, rétt eins og Íslendingar, eru í djúpri kreppu og gera sér vonir um að olíuleit þar skili árangri. Talið er að það megi vinna allt að 6,5 milljarða tunna af olíu og gífurlegt magn af gasi á hafsbotninum undan vesturströnd Írlands. Þetta er nægilegt magn til að sinna allri orkuþörf Íra í eina öld eða svo. Dálkahöfundurinn Fintan O´Toole segir að skynsamlegast fyrir Íra sé að gefa Norðmönnum helminginn af þessu auðæfum gegn því að Norðmenn sjái um alla vinnsluna á þeim. O´Toole segir að hann leggi þetta til í alvöru þar sem Norðmenn hafa sannað getu sína til að taka þetta verkefni að sér og að þeir noti hagnaðinn af sínum olíusvæðum í þágu almennings í Noregi. Svipuð hugmynd hefur komið fram á Alþingi. Í fyrra lagði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins það til í þingræðu að Norðmönnum yrði falið að annast olíuleit og vinnslu við Ísland. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þekktur írskur dálkahöfundur hjá blaðinu Irish Times leggur til að Írar gefi Norðmönnum helminginn af olíusvæðum sínum gegn því að Norðmenn sjái alfarið um olíuleit og vinnslu á þeim. Írar, rétt eins og Íslendingar, eru í djúpri kreppu og gera sér vonir um að olíuleit þar skili árangri. Talið er að það megi vinna allt að 6,5 milljarða tunna af olíu og gífurlegt magn af gasi á hafsbotninum undan vesturströnd Írlands. Þetta er nægilegt magn til að sinna allri orkuþörf Íra í eina öld eða svo. Dálkahöfundurinn Fintan O´Toole segir að skynsamlegast fyrir Íra sé að gefa Norðmönnum helminginn af þessu auðæfum gegn því að Norðmenn sjái um alla vinnsluna á þeim. O´Toole segir að hann leggi þetta til í alvöru þar sem Norðmenn hafa sannað getu sína til að taka þetta verkefni að sér og að þeir noti hagnaðinn af sínum olíusvæðum í þágu almennings í Noregi. Svipuð hugmynd hefur komið fram á Alþingi. Í fyrra lagði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins það til í þingræðu að Norðmönnum yrði falið að annast olíuleit og vinnslu við Ísland.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira