Viðskipti innlent

Toyota flytur í Garðabæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákveðið hefur verið að Toyota flytji starfsemi sína af Nýbýlavegi í Kópavogi og öðrum starfsstöðvum sínum í Kauptún í Garðabæ þar sem BYKO var áður til húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun. Þar með verður öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak. Toyota verður með notaða bíla til sýnis og sölu á tveimur stöðum, bæði í Kauptúni og á Kletthálsi eins og verið hefur til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×