Viðskipti innlent

Óbreyttir dráttarvextir

Dráttarvöxtum verður haldið óbreyttum í janúar sem og vöxtum af verðtryggðum útlánum en óverðtryggðir vextir og vextir af skaðabótakröfum hækka.

Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Dráttarvextir verða því áfram 11,75% og verðtryggðir vextir 3,9%. Hinsvegar hækka óverðtryggðir vextir útlána í 5,4% og vextir af skaðabótakröfum hækka í 3,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×