Aðventukræsingar Rósu: Chillísúkkulaði og brauðkollur 13. desember 2011 09:36 Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári. Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári.
Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira