Handbolti

HM kvenna 2011: Noregur fór létt með Króatíu | Komnar enn á ný í undanúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Mynd/AFP
Norska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu eftir frábæran fimm marka sigur á Króatíu, 30-25, í átta liða úrslitunum í kvöld. Noregur mætir annaðhvort Brasilíu eða Spáni í undanúrslitunum en þau spila sinn leik seinna í kvöld.

Þórir Hergeirsson er að gera frábæra hluti með norska liðið sem hefur verið að uppleið alla keppnina eftir óvænt tap á móti Þýskalandi í fyrsta leik sínum.

Þetta er þriðja Heimsmeistaramótið í röð sem norska landsliðið kemst í undanúrslitin en liðið varð í 3. sæti 2009 og í 2. sæti 2007. Norsku stelpurnar voru síðan líka í úrslitaleikjum HM 1997, 1999 og 2001 en þær hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan 1999.

Norska liðið var með frumkvæðið frá fyrstu mínútu í leiknum en var "bara" 16-12 yfir í hálfleik eftir að króatíska liðið skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Norska liðið komst síðan tíu mörkum yfir í seinni hálfleik en þær króatísku lögðuðu aðeins stöðuna í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×